Verkefni 3 - Litla smelluverkefnið

haust 2012 113
Í verkefni þrjú lærðum við að búa til smelluverkefni. Það er erfiðara en það lítur út fyrir að vera. Það eru alls konar stillingar sem þarf að gera. Ég byrjaði á því að fara á netið á ná mér í þessa sætu mynd af yfirstrumpi. Það fyrsta sem þarf að gera er að punkta karlinn upp og setja stærðina. Þá er næst að tvöfalda karlinn, því það þarf að vera einn hluti fyrir útlínur og annar fyrir munstrið (sem á að rasta). Næsta skref er að vinna með bakgrunni, það þarf að "brjóta hann í sundur" og vinna með hann þannig að hann verði bara að svörtum skugga. Þegar það er búið er hann settur saman í eitt stykki (union). Næsta skref er að búa til kassa sem má ekki vera hærri en þykktin á plötunni (í þessu tilfelli 3 mm). Þessi kassi er tvöfaldaður og staðsettur á löppunum á yfirstrumpi. þessi tveir kassar sameinaðir og tekið afrit af þeim. Fyrstu tveir kassarnir eru síðan sameinaðir skuggamyndinni. Skuggamyndin er síðan stillt af, þ.e. útlínur stilltar á 0,010 mm. Myndin sem á að rast er stilt á rasteringu en engan skurð. Þessar tvær mydnir eru síðan  sameinaðar. Botninn er búinn til með að búa til hring og setja kassana tvo á hann (best er að minnka kassana um 0,1 mm þvi þeir stækka í skurðinum)
 
Jóhanni Gunnari fannst þetta æðislegt og vildi að ég gerði fleiri strumpa handa honum. Var strax farinn að hanna þetta allt í huganum, Kjartan ætti að vera svartur. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband