Verkefni 5 - Stensl

2012-10-29 17.49.012012-10-29 17.49.10Í þessu verkefni bjuggum við til stensla. Þetta er mjög sniðugt og mun auðveldara en ég bjóst við. Ég fór á netið og fann mynd af fugli og vann hann. Ég fann ramma sem hæfði stærð fuglsins og mæli hann. Ég bjó til límmiða með því að gera kassa sem hæfði rammanum og miðja fuglinn inni í honum. Eftir að ég var búin að skera út límmiðan í vínilskeranum setti ég hann í rammann. Plata er sett inn í pokann (eða það sem á að stensla) til þess að málning smitist ekki á milli laga.  Málningu er makað í gatið á límmiðanum og skafa notuð til þess að dreifa úr málingunni. Passa þarf að ekki verði neins staðar klessur og að ekki fari máling undir límmiðann. Ég hefði þurft að fara aftur yfir límmiðann með sköfunni því að það vantaði málningu á hluta fuglsins, þ.e. það var ansi þunnt lag á parti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband