Verkefni 8 - Ljós 2
11.11.2012 | 19:08
Ég keypti lampa í RL með fjólubláum skermi. Fyrsta hugmyndin var að búa til nýjan skermi á lampan úr plexigleri. Eftir smá umhugsun ákvað ég að falla frá þeirri hugmynd og keypti laxaroð í Gestastofu Sútarans.
Ég skar út hjörtu og fiðrilidi í roðið og límdi það utan um fjólubláa skerminn. Hugmyndin var að fá skemmtilegan fjólubláan bjarma í gegnum útskurðinn.
Hjörtun voru skorin alveg út en fiðrildin voru skorin út að hluta, þannig að vængirnir á fiðrildunum stæðu út. Þetta var pínu snúið því roðið var ekki alveg ferkantað og því skannaði ég roðið til þess að fá lögunina á því svo ég vissi hvaða svæði ég hefði til þess að setja munstrið á. Ég straujaði flíselíni undir roðið til þess að það yrði pínu stíft svo að vængirnir á fiðrildunum stæðu út.
Reyndar er laserinn búinn að vera bilaður og hann getur ekki skorið allt roðið þannig að ég prófaði að sker munstrið út í pappír og það kom mjög vel út. Ég mun skera roðið og líma það á um leið og ég veit að því að laserinn er kominn í lag.

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.