Verkefni 2 - Límmiði

haust 2012 114

Í verkefni 2 kom í ljós að ég hlustaði ekki nógu vel á kennarann. Hún sagði okkur að búa til límmiða sem væri 100 mm x 38 mm, en ég heyrði það ekki og bjó til límmiða sem var 36 mm x 38 mm. Þetta kennir mér að fylgjast betur með!!!!! Ég bjó til límmiða með bæn á (mér finnst hann mjög fallegur). Tilgangurinn með þessu verkefni var að kynna okkur stillingarnar þegar við notum vínilskerann, hvernig vínilskerarinn virkar og hvernig frágangurinn á límmiðum er. Ég fór að leita á Youtube.com hvernig á að breyta texta í Inkscape, hvernig texta í spíral og ég fann myndband þar sem ég lærði það.  

 

 


Verkefni 1 - Fígúra

haust 2012 106
Fyrsta verkefnið okkar var að búa til "fígúru". Þessi æfing er mjög góð því það er farið inn á mörg grunnatriði. Hvernig við búum til munstur, breytum þeim, teiknum á þau og sameinum. Það sem ég vissi ekki fyrir var hvernig á að breyta lögun á stjörnum/þríhyrningum og hvernig hægt er að rúna horn á öllum formum. Einnig var farið í muninn á að "rasta" og að skera, hvernig hægt er að búa til kant sem á að rasta í og margt fleira.

Byrjuð í náminu!!!

Nú er ég byrjuð í áfanganum FabLab 103 við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Þó að ég sé búin að fikta mikið í FabLab og búa til ýmislegt, þá ætla ég núna að læra á kerfið og læra öll "trixin". Hér mun ég setja inn myndir og lýsingar á þeim verkum sem ég mun búa til þar.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband