Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Verkefni 3 - Litla smelluverkefnið

haust 2012 113
Í verkefni þrjú lærðum við að búa til smelluverkefni. Það er erfiðara en það lítur út fyrir að vera. Það eru alls konar stillingar sem þarf að gera. Ég byrjaði á því að fara á netið á ná mér í þessa sætu mynd af yfirstrumpi. Það fyrsta sem þarf að gera er að punkta karlinn upp og setja stærðina. Þá er næst að tvöfalda karlinn, því það þarf að vera einn hluti fyrir útlínur og annar fyrir munstrið (sem á að rasta). Næsta skref er að vinna með bakgrunni, það þarf að "brjóta hann í sundur" og vinna með hann þannig að hann verði bara að svörtum skugga. Þegar það er búið er hann settur saman í eitt stykki (union). Næsta skref er að búa til kassa sem má ekki vera hærri en þykktin á plötunni (í þessu tilfelli 3 mm). Þessi kassi er tvöfaldaður og staðsettur á löppunum á yfirstrumpi. þessi tveir kassar sameinaðir og tekið afrit af þeim. Fyrstu tveir kassarnir eru síðan sameinaðir skuggamyndinni. Skuggamyndin er síðan stillt af, þ.e. útlínur stilltar á 0,010 mm. Myndin sem á að rast er stilt á rasteringu en engan skurð. Þessar tvær mydnir eru síðan  sameinaðar. Botninn er búinn til með að búa til hring og setja kassana tvo á hann (best er að minnka kassana um 0,1 mm þvi þeir stækka í skurðinum)
 
Jóhanni Gunnari fannst þetta æðislegt og vildi að ég gerði fleiri strumpa handa honum. Var strax farinn að hanna þetta allt í huganum, Kjartan ætti að vera svartur. 

Verkefni 2 - Límmiði

haust 2012 114

Í verkefni 2 kom í ljós að ég hlustaði ekki nógu vel á kennarann. Hún sagði okkur að búa til límmiða sem væri 100 mm x 38 mm, en ég heyrði það ekki og bjó til límmiða sem var 36 mm x 38 mm. Þetta kennir mér að fylgjast betur með!!!!! Ég bjó til límmiða með bæn á (mér finnst hann mjög fallegur). Tilgangurinn með þessu verkefni var að kynna okkur stillingarnar þegar við notum vínilskerann, hvernig vínilskerarinn virkar og hvernig frágangurinn á límmiðum er. Ég fór að leita á Youtube.com hvernig á að breyta texta í Inkscape, hvernig texta í spíral og ég fann myndband þar sem ég lærði það.  

 

 


Verkefni 1 - Fígúra

haust 2012 106
Fyrsta verkefnið okkar var að búa til "fígúru". Þessi æfing er mjög góð því það er farið inn á mörg grunnatriði. Hvernig við búum til munstur, breytum þeim, teiknum á þau og sameinum. Það sem ég vissi ekki fyrir var hvernig á að breyta lögun á stjörnum/þríhyrningum og hvernig hægt er að rúna horn á öllum formum. Einnig var farið í muninn á að "rasta" og að skera, hvernig hægt er að búa til kant sem á að rasta í og margt fleira.

Byrjuð í náminu!!!

Nú er ég byrjuð í áfanganum FabLab 103 við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Þó að ég sé búin að fikta mikið í FabLab og búa til ýmislegt, þá ætla ég núna að læra á kerfið og læra öll "trixin". Hér mun ég setja inn myndir og lýsingar á þeim verkum sem ég mun búa til þar.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband