Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Mín verkefni

Ég hef haft áhuga á FabLab frá því það kom fyrst á Sauðárkrók Grin. Ég er búin rosalega margt í þessu og haft gaman af. Dæmi um það sem ég hef gert er kertastjakar fyrir sprittkerti, bæði abstrakt og Ísland, margar gerðir af hálsmenum, jólatré sem smella saman, Íslandsostabakka, viðurkenningarskjöld fyrir kvennasamtökin Laydies Circle, lyklakippur, límmiða - margar gerðir, glasamottur, tertudiska og margt fleira. 

 

Hér koma myndir af nokkru sem ég hef gert sjálf.

 

Foreldrar mínir voru að fara til Ástralíu og vantaði litlar gjafir. Ég náði í Ísland og skar út og rastaði í glasamottustærð fullt af Íslandi. Einfalt, þægilegt og ekki síður létt í töskuna hjá þeim.

 

island mamma og pabbi 1island mamma og pabbi 22012-11-11 23.32.142012-11-11 23.32.182012-11-11 23.32.482012-11-11 23.33.022012-11-11 23.33.13

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég bjó til tertudiska. Mig langaði að breyta pínu diskunum sem hafa verið svo mikið í gangi. Ég náði í mynd að tréi og skar í burtu krónuna, þannig að eftir var neðri hlutinn (ég man ekki hvað það er kallað) og límdi við hann undirstöður svo hann stæði. Næst afritaði ég þetta og skar ég út rendur í báða hlutina, annarsvegar upp og hins vegar niður. Ég bjó til tvær gerðir af disknum ofan á, annars vegar svartan hring og hins vegar glæran hring sem ég límdi svört laufblöð neðan á. Á báða diskana bjó ég til stýringar svo að diskurinn héldist á sínum stað.

Ég var mjög ánægð með þessa útkomu. 

 

  


Athyglisvert

Það er svo margt fallegt á markaðnum og endalaust hægt að finna eitthvað nýtt. Það sem ég féll algerlega fyrir núna voru límmiðar frá Fonts hönnun og heimilis. Þar eru fullt af limmiðum. Endilega skoðið síðu þeirra á facebook. 

http://www.facebook.com/fontshonnunoglist

 

fonts 1fonts 3fonts 4fonts 2

Verkefni 10 - Sketchup

Sketchup er mjög sniðugt þrívíddar forrit, það eru góðar leiðbeiningar á heimasíðu forritsins. Reyndar hentar þetta forrit betur fyrir tæknifólk heldur en áhugamenn, því það eru ansi margir möguleikar sem flækja þetta bara. Ég setti upp kaffistofuna á tannlæknastofunni því við erum að fara að standsetja hana þar. Það tók mig 2 klst. að setja þetta upp í Sketchup og var ég ekki nema þokkalega ánægð með niðustöðuna.

Kaffistofa blog 1Kaffistofa blog 2Kaffistofa 1Kaffistofa 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hef unni svolítið í forriti sem ég keypti í Ipadinn minn og heitir Home design 3D. Það forrit er mun einfaldara og þægilegra fyrir áhugamenn eins og mig. það tók mig ekki nema 15 minútur að setja upp kaffistofuna í því forriti. Til þess að sjá betur rýmið faldi ég tvo veggi.

 

Capture (3)Capture (4)Capture (5)Capture (6)

 


Verkefni 9 - Rastering í gler

2012-11-01 17.52.11-2Ég keypti tvo vasa í RL. Ég fór á netið af fann tvö ólík munstur, annars vegar abstrakt og hins vegar fuglamunstur.

Það gekk ágætlega að rastera í glerið fyrir utan það að seinni vasinn datt af grindinni og þá skekktist aðeins myndin, en það gerir ekki til því nú veit ég hvernig á að gera þetta.Grin


Verkefni 8 - Ljós 2

Ég keypti lampa í RL með fjólubláum skermi. Fyrsta hugmyndin var að búa til nýjan skermi á lampan úr plexigleri. Eftir smá umhugsun ákvað ég að falla frá þeirri hugmynd og keypti laxaroð í Gestastofu Sútarans.

Ég skar út hjörtu og fiðrilidi í roðið og límdi það utan um fjólubláa skerminn. Hugmyndin var að fá skemmtilegan fjólubláan bjarma í gegnum útskurðinn.

Hjörtun voru skorin alveg út en fiðrildin voru skorin út að hluta, þannig að vængirnir á fiðrildunum stæðu út. Þetta var pínu snúið því roðið var ekki alveg ferkantað og því skannaði ég roðið til þess að fá lögunina á því svo ég vissi hvaða svæði ég hefði til þess að setja munstrið á. Ég straujaði flíselíni undir roðið til þess að það yrði pínu stíft svo að vængirnir á fiðrildunum stæðu út.

Reyndar er laserinn búinn að vera bilaður og hann getur ekki skorið allt roðið þannig að ég prófaði að sker munstrið út í  pappír og það kom mjög vel út. Ég mun skera roðið og líma það á um leið og ég veit að því að laserinn er kominn í lag.

firdrildi

 


Verkefni 7 - Logo verkefni

Tilgangurinn með þessu verkefni var að prófa mismunandi efni til að vinna með. 

1. hluturinn

Johann merkimidi

Ég bjó til hauskúpumerkimiða handa Jóhanni Gunnari. Þar sem stafirnir eru skornir út í roð en ekki rastaðir þarf að passa að miðjan detti ekki úr þeim og breytti ég því stöfum sem ég fann í tölvunni.

2. hluturinn

Næst bjó ég til skilti fyrir salernisaðstöðuna á tannlæknastofunni og skar það út og rastaði í krossvið.

3. hluturinn

Rastaði fallega mynd í kerti. Rasteringin tókst ekki eins og til var ætlast. Ég reyndi það tvisvar og breytti hraðanum en það mistókst líka. Ég hef áður rastað á kerti og þá tókst það vel en ég gleymdi að skrá hjá mér hvernig stillingarnar vour. Ég á örugglega eftir að prófa þetta aftur. Læt fylgja myndir af þeim kertum líka.

2012-11-17 18.26.14

 

Orlando 2012 136 - Copy2012-11-22 19.01.242012-11-22 17.25.522012-11-19 07.53.122012-11-19 07.53.192012-11-19 07.53.582012-11-19 07.54.05

Verkefni 6 - Stóra smelluverkefnið

 

Í stóra smelluverkefninu áttum við að búa til hlut sem þurfti að innihalda að minnsta kosti fjórar samsetningar og mátti ekki komast fyrir á meira en einni plötu.

Hugmyndin hjá mér var að hanna bakka eins og amma var alltaf með í eldhúsinu hjá sér.

Hæðin á bakkanum réðst af því hvað platan var há. Næst bjó ég til þríhyrning, tók afrit af honum og gerði skarð upp og niður (2.9 mm því platan var 3 mm) til þess að það smelli rétt saman.

Ég fann fallegt munstur á netinu og vann það til í Inkscape.  Næst gerði ég kassa, rúnaði hornin, setti myndina á og miðjaði. Næsta skref var að taka tvö afrit af þessum kassa og minnka þau, þannig að þá var ég með þrjá mis stóra kassa. 

Til þess að hægt væri að renna spjöldunum niður bjó ég til 3 mm kross (tók afrit af honum) og miðjaði hann á spjöldunum og aðskildi.

Ég bjó til  sæti fyrir bakkana svo þeir sætu betur og myndu ekki rugga.

Að lokum stillti ég línubilið til þess að skurðurinn kæmi réttur. 

2012-11-11 17.49.402012-11-11 17.50.192012-11-11 17.48.45-1


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband