Verkefni 6 - Stóra smelluverkefnið

 

Í stóra smelluverkefninu áttum við að búa til hlut sem þurfti að innihalda að minnsta kosti fjórar samsetningar og mátti ekki komast fyrir á meira en einni plötu.

Hugmyndin hjá mér var að hanna bakka eins og amma var alltaf með í eldhúsinu hjá sér.

Hæðin á bakkanum réðst af því hvað platan var há. Næst bjó ég til þríhyrning, tók afrit af honum og gerði skarð upp og niður (2.9 mm því platan var 3 mm) til þess að það smelli rétt saman.

Ég fann fallegt munstur á netinu og vann það til í Inkscape.  Næst gerði ég kassa, rúnaði hornin, setti myndina á og miðjaði. Næsta skref var að taka tvö afrit af þessum kassa og minnka þau, þannig að þá var ég með þrjá mis stóra kassa. 

Til þess að hægt væri að renna spjöldunum niður bjó ég til 3 mm kross (tók afrit af honum) og miðjaði hann á spjöldunum og aðskildi.

Ég bjó til  sæti fyrir bakkana svo þeir sætu betur og myndu ekki rugga.

Að lokum stillti ég línubilið til þess að skurðurinn kæmi réttur. 

2012-11-11 17.49.402012-11-11 17.50.192012-11-11 17.48.45-1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband